Erum með einn besta leikmann deildarinnar

Attachment: "" nr. 10475


Logi Gunnarsson var að vonum sáttur með sigur 91:81-sigur Njarðvíkinga á Stjörnunni í kvöld þegar þeir skiluðu einni bestu frammistöðu liðsins í þó nokkuð langan tíma. Logi sagði lið sitt vera í gjörbreyttri aðstöðu frá síðustu árum enda komnir þó nokkrir auka centimetrar í teiginn og svo þá staðreynd að Terrel Vinson sem átti stórleik í kvöld spili með liðinu. 

mbl.is