Tryggvi með fyrstu stigin í Meistaradeildinni

Tryggvi Snær Hlinason er að komast inn í hlutina hjá ...
Tryggvi Snær Hlinason er að komast inn í hlutina hjá Valencia. Ljósmynd/Valenciabasket.com

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Spánarmeistaraliði Valencia lögðu Anadolu Efes frá Tyrklandi í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í körfubolta í kvöld, 78:71. Tryggvi spilaði í sex mínútur og skoraði tvö stig, hans fyrstu stig í keppninni. 

Hann tók auk þess eitt frákast og varði eitt skot í vörninni. Tryggvi gekk í raðir Valencia frá Þór á Akureyri í sumar og er að stíga sín fyrstu skref sem atvinnumaður. 

mbl.is