Áfall fyrir Tindastól – Hester ökklabrotinn

Antonio Hester.
Antonio Hester. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleikslið Tindastóls hefur orðið fyrir áfalli en Antonio Hester leikmaður liðsins ökklabrotnaði í sigrinum gegn Keflavík í Dominos-deild karla í gærkvöldi.

„Eftir að hafa gengið í gegnum margar skoðanir í dag hjá læknum er komin niðurstaða í málið. Hester er ökklabrotinn og er ekkert hægt að horfa fram hjá því, læknar gefa þessu tvo til þrjá mánuði að Hester nái sér að fullu,“ segir í tilkynningu frá Tindastóli.

„Er þetta vissulega mikið högg fyrir félagið enda um að ræða einn besta leikmann liðsins, en eins og oft hefur verið sagt áður þá hefur aldrei blásið það mikið að það lægi ekki aftur,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

mbl.is