Þreföld tvenna hjá Harden

James Harden náði þrefaldri tvennu.
James Harden náði þrefaldri tvennu. AFP

James Harden náði enn einni þrefaldri tvennunni þegar Houston Rockets hafði betur gegn Cleveland, 117:113, i NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Harden skoraði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann varði 5 skot. Þetta var önnur þrefalda tvennan sem Harden nær á þessu tímabili og sú 30. á ferlinum. LeBron James var atkvæðamestur í liði Cleveland með 33 stig og Jeff Green skoraði 27.

John Wall skoraði 23 stig og Bradley Beal 22 fyrir Washington í sigri liðsins gegn Los Angeles Lakers, 111:95. Brook Lopez og Jordan Crawford voru með 15 stig hvor fyrir Lakers.

Úrslitin í nótt:

Washington - LA Lakers 111:95
Toronto - New Orleans 122:118
Houston - Cleveland 117:113
Sacramento - Philadelphia 109:108
Denver - Oklahoma 102:94

mbl.is