Grindavík kom fram hefndum gegn KR

Ólafur Ólafsson og félagar skelltu KR.
Ólafur Ólafsson og félagar skelltu KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grindavík skellti KR í lokaleik 6. umferðar Dominos-deildar karla í körfuknattleik þegar liðin áttust við í Grindavík í kvöld. Lokatölur urðu 94:84 og komu Grindvíkingar fram nokkrum hefndum eftir að hafa tapað í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor.

Grindavík var með frumkvæðið frá byrjun og keyrði yfir KR strax í fyrsta leikhluta, en staðan að honum loknum var 24:14. Grindvíkingar voru svo með sjö stiga forskot í hálfleik, 42:35.

Eftir hlé var Grindavík alltaf fetinu framar en KR-ingar gáfust ekki upp. Þeir náðu hins vegar aldrei að jafna metin og þurftu að játa sig sigraða að lokum, 94:84.

Rashad Whack var stigahæstur Grindvíkinga með 28 stig en Sigurður Gunnar Þorsteinsson skilaði tvennu, 14 stigum og 14 fráköstum. Kristófer Acox skoraði 23 stig fyrir KR og var stigahæstur auk þess að taka 10 fráköst en Jalen Jenkins náði einnig tvennu með 20 stig og 17 fráköst.

Grindavík er með 8 stig eftir sex leiki eins og KR, Keflavík og Njarðvík og eru þau tveimur stigum frá toppliðunum tveimur, ÍR og Tindastól.

Grindavík - KR 94:84

Mustad-höllin, Úrvalsdeild karla, 10. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 7:5, 9:9, 19:11, 24:14, 27:20, 37:24, 40:29, 42:35, 52:42, 54:47, 62:51, 69:59, 73:66, 81:74, 88:81, 94:84, 94:84, 94:84.

Grindavík: Rashad Whack 28/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 20/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/14 fráköst/3 varin skot, Dagur Kár Jónsson 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 6, Þorsteinn Finnbogason 5, Ómar Örn Sævarsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 8 í sókn.

KR: Kristófer Acox 23/10 fráköst, Jalen Jenkins 20/17 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16/6 fráköst, Björn Kristjánsson 12, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 5.

Fráköst: 22 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

mbl.is