Arnór frá næstu tvo mánuðina

Arnór Hermansson í gifsi eftir óhappið.
Arnór Hermansson í gifsi eftir óhappið. Ljósmynd/facebook síða Margrétar Elíasdóttur

Arnór Hermannsson, leikmaður karlaliðs KR í körfubolta, verður frá næstu tvo mánuðina. Arnór handleggsbrotnaði í leik með unglingaflokki KR í bikarleik gegn Keflavík í gær og mun hann því leika með KR-liðinu næst fljótlega eftir áramót. 

Arnór hefur leikið sex leiki fyrir meistaraflokk KR í deildinni á yfirstandandi leiktíð og skorað í þeim tæplega tvö stig að meðaltali, tekið tæp tvö fráköst og gefið tæpar tvær stoðsendingar. 

mbl.is