Boston óstöðvandi þessa dagana

LaMarcus Aldridge fagnar sigri San Antonio Spurs gegn Dallas Mavericks ...
LaMarcus Aldridge fagnar sigri San Antonio Spurs gegn Dallas Mavericks með Kyle Anderson og Dejounte Murray. AFP

Boston Celtics tryggði sér sinn 13. sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta karla þegar liðið lagði Brooklyn Nets að velli, 109:102. Boston Celtics er í efsta sæti Austurdeildarinnar með 13 sigurleiki og tvo tapleiki.

Brooklyn Nets hefur hins vegar farið rólega af stað í Austurdeildinni í vetur, en liðið hefur borið sigur úr býtum í fimm leikjum og látið í minni pokann í níu leikjum.  

Þá dugði stórleikur James Harden ekki til sigurs gegn Toronto Raptors, en lokatölur í þeim leik urðu 129:113 Toronto Raptors í vil. Harden skoraði 38 stig og gaf þar að auki 11 stoðsendingar í leiknum.

Houston Rockets hefur nú beðið ósigur í fjórum leikjum í Vesturdeildinni í vetur, en liðið hefur tapað einum leik færra en ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warrriors sem trónir á toppi Vesturdeildarinnar.

Toronto Raptors komst upp í fjórða sæti Vesturdeildarinnar með þessum sigri, en liðið hefur borið sigurorð í átta leikjum og lotið í lægra haldi í fimm leikjum.  

San Antonio Spurs fór með sigur af hólmi, 97:91, gegn Dallas Mavericks í þriðja leik næturinnar. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá San Antonio Spurs með 32 stig.

San Antonio Spurs er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með níu sigurleiki og fimm tapleiki á meðan Dallas Mavericks vermir botnsæti deildarinnar með tvo sigurleiki og 13 tapleiki.

mbl.is