Kraftur í LeBron James (myndskeið)

LeBron James
LeBron James AFP

Hinn 32 ára gamli LeBron James getur ennþá brunað fram völlinn og troðið af krafti eins og sést í meðfylgjandi myndskeði. 

James stal boltanum og tróð með látum þegar Cleveland sigraði Charlotte 115:107 í NBA-körfuboltanum í nótt. James skoraði 31 stig í leiknum. 

James er 203 cm og 113 kíló en ekki virðist vera farið að hægjast mikið á honum þrátt fyrir gífurlegt leikjaálag frá því hann kom inn í deildina árið 2003.

Troðslan hjá James

mbl.is