Martin öflugur og Haukur í sigurliði

Martin Hermannsson skoraði 12 stig fyrir Chalons-Reims í kvöld.
Martin Hermannsson skoraði 12 stig fyrir Chalons-Reims í kvöld. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson voru báðir á ferðinni í kvöld með liðum sínum í frönsku A-deildinni í körfuknattleik.

Martin og samherjar hans í Chalons-Reims töpuðu á heimavelli gegn Nanterre, 76:85. Martin spilaði mest allra hjá Chalons-Reims, í 34 mínútur af 40, og var næststigahæstur með 12 stig en hann átti einnig 5 stoðsendingar og tók 2 fráköst.

Chalons-Reims er í 15. sæti af 18 liðum með fjóra sigra í fyrstu tíu umferðunum.

Haukur Helgi og félagar í Cholet unnu góðan útisigur á Levallois, 67:55. Haukur lék í 23 mínútur og skoraði 6 stig, átti 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Cholet er í 14. sæti deildarinnar með fjóra sigra, eins og Chalons-Reims.

mbl.is