Hildur sterk í útisigri

Hildur Björg Kjartansdóttir
Hildur Björg Kjartansdóttir mbl.is/Hari

Hildur Björg Kjartansdóttir landsliðskona í körfuknattleik var atkvæðamikil í gærkvöld þegar lið hennar, Leganés, vann góðan útisigur á Valencia, 67:64, í spænsku B-deildinni.

Hildur lék í 25 mínútur með Leganés en hún skoraði 10 stig í leiknum og tók fimm fráköst. Leganés er í öðru sæti deildarinnar með sex sigra í fyrstu átta leikjunum en Gran Canaria er á toppnum og hefur unnið alla átta leiki sína.

mbl.is