Curry skoraði 39 stig í Brooklyn

Stephen Curry reynir að fara framhjá Caris LeVert hjá Brooklyn ...
Stephen Curry reynir að fara framhjá Caris LeVert hjá Brooklyn Nets í nótt. AFP

Stephen Curry átti stórleik fyrir Golden State Warriors í nótt þegar liðið gerði góða ferð til Brooklyn og vann heimamenn í Nets, 118:111, í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Curry skoraði 39 stig og tók 11 fráköst að auki, en Golden State var yfir í hálfleik 64:42. Í þriðja leikhluta einum skoraði Brooklyn hins vegar 42 stig en áhlaup þeirra var ekki nóg og Golden State fagnaði sigri.

Lonzo Ball sló í gegn með Los Angeles Lakers í nótt þegar liðið vann Denver Nuggets 127:109. Ball náði þrefaldri tvennu með 11 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar, en enginn nýliði hefur tekið fleiri fráköst í leik það sem af er tímabili.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Toronto Raptors – Washington Wizards 100:91
Miami Heat – Indiana Pacers 95:120
Brooklyn Nets – Golden State Warriors 111:118
Minnesota Timberwolves – Detroit Pistons 97:100
Phoenix Suns – Chicago Bulls 113:105
Los Angeles Lakers – Denver Nuggets 127:109

mbl.is