Pellot-Rosa yfirgefur Þór

Þórsarar, grænklæddir, hafa sent Jesse Pellot Rosa heim.
Þórsarar, grænklæddir, hafa sent Jesse Pellot Rosa heim. mbl.is/Golli

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Jesse Pellot-Rosa er farinn frá Þór í Þorlákshöfn og leikur ekki meira með liðinu á þessu keppnistímabili.

Þórsarar skýrðu frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrir stundu. Pellot-Rosa hefur glímt við meiðsli í fimm vikur, eða síðan hann sneri sig illa á ökkla í bikarleik gegn Tindastóli um miðjan október. Þór náði í annan bandarískan leikmann, DJ Balantine, fyrir síðasta leik í deildinni og þar sem ekki var ljóst hvenær Pellot-Rosa kæmist á fulla ferð á ný var ákveðið að semja við hann um starfslok.

Pellot-Rosa er 33 ára gamall og skoraði 20,8 stig í leik að meðaltali með Þórsurum og tók 7,2 fráköst í leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert