Haukur Óskars nefbrotnaði

Haukur Óskarsson
Haukur Óskarsson mbl.is/Árni Sæberg

Haukur Óskarsson yfirgaf Ásvelli vegna meiðsla seint í fyrri hálfleik þegar Haukar unnu Ír 97:87 í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. 

Haukur fékk högg á andlitið í baráttunni um frákast og nefbrotnaði. Nefið mun hafa verið ansi skakkt samkvæmt heimildum mbl.is og fór hann því undir hendur fagfólks til þess að láta rétta nefið og mun það hafa gengið vel. 

Haukur skoraði 2 stig fyrir Hauka í leiknum á þeim 7 mínútum sem hann lék. 

Emil Barja fór einnig af velli hjá Haukum í rúmar fimm mínútur eða svo í þriðja leikhluta vegna meiðsla í mjóbaki en kom aftur inn á. 

Emil Barja.
Emil Barja. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is