Lebron og Durant öflugir

LeBron James sækir að körfunni en hann skoraði 32 stig ...
LeBron James sækir að körfunni en hann skoraði 32 stig í nótt. AFP

Meistararnir í Golden State Warriors unnu í nótt sinn fimmta sigur í NBA-deildinni í körfuknattleik og sinn sjöunda í síðustu átta leikjunum þegar þeir höfðu betur gegn Charlotte, 101:87.

Kevin Durant var með þrefalda tvennu í leiknum en hann skoraði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar en hann tók af skarið í fjarveru stórstjarnanna Stepen Curry og Draymond Green sem eru meiddir. Klay Thompson skoraði 22 stig. Kemba Walker var stigahæstur í liði Charlotte með 24 stig.

Cleveland jafnaði félagsmet með því að vinna 13. sigur sinn í röð þegar það vann sigur á Sacramento, 101:95. LeBron James skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í liði Cleveland.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Golden State 87:101
LA Clippers - Minnesota 107:113
SA Spurs - Miami 117:105
Boston - Dallas 97:90
New York - Memphis 99:88
Milwaukee - Detroit 104:100
New Orleans - Denver 123:114
Cleveland - Sacramento 101:95
Indiana - Chicago 98:96
Orlando - Atlanta 110:106

mbl.is