Stjarnan sótti sigur til Keflavíkur

Daði Lár Jónsson, Keflavík, sækir að körfunni en Hörður Bæringsson, ...
Daði Lár Jónsson, Keflavík, sækir að körfunni en Hörður Bæringsson, Stjörnunni, er til varnar. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Stjarnan gerði góða ferð til Keflavíkur og skellti heimamönnum, 92:81, þegar liðin áttust við í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan er með 10 stig eftir 10 leiki en Keflavík hefur 12 stig í afar jafnri deild.

Gestirnir úr Garðabænum höfðu frumkvæðið í leiknum allan tímann. Tómas Þórður Hilmarsson leiddi gestina með 22 stig en í ansi döpru Keflavíkurliði var Reggie Dupree með 16 stig.

Keflavík 81:92 Stjarnan opna loka
99. mín. skorar
mbl.is