Haukar og Stjarnan upp að hlið meistaranna

Danielle Rodriguez átti stórkostlegan leik í kvöld.
Danielle Rodriguez átti stórkostlegan leik í kvöld. mbl.is/Hari

Haukar höfðu betur gegn Keflavík, 101:88, í stórleik 13. umferðar Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík var með 51:49 forystu í hálfleik en Haukar voru betri í síðari hálfleiknum. Með sigrinum fóru Haukar upp í 16 stig og að hlið Keflavíkur. 

Helena Sverrisdóttir átti stórleik hjá Haukum. Hún skoraði 32 stig, tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Cherise Daniel skoraði 22 stig og tók 13 fráköst og Þóra Björk Pétursdóttir skoraði 18 stig. Hjá Keflavík var Britanny Dinkins langbest með 39 stig. Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði 17 stig. 

Stjarnan er einnig með 16 stig eftir 91:81-sigur á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Danielle Rodriguez átti ótrúlegan leik fyrir Stjörnuna; skoraði 46 stig, tók 11 fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 26 stig. Hjá Skallagrími var Carmen Tyson-Thomas með 37 stig og 19 fráköst og Jóhanna Björk Sveinsdóttir með 16 stig og 12 fráköst. 

Breiðablik er tveimur stigum á eftir Haukum, Keflavík og Stjörnunni eftir 73:55-sigur á botnliði Njarðvíkur. Sóllilja Bjarnadóttir var atkvæðamest með 19 stig fyrir Breiðablik og Shalonda Winton skoraði 18 fyrir Njarðvík sem er á botninum, án stiga. 

Keflavík - Haukar 88:101

TM höllin, Úrvalsdeild kvenna, 13. desember 2017.

Gangur leiksins:: 5:9, 14:13, 14:20, 23:28, 36:33, 39:37, 47:41, 51:49, 57:56, 64:62, 66:68, 69:73, 72:85, 74:89, 79:93, 88:101.

Keflavík: Brittanny Dinkins 39/7 fráköst/15 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 17, Þóranna Kika Hodge-Carr 11, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/6 fráköst/4 varin skot.

Fráköst: 21 í vörn, 3 í sókn.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 32/13 fráköst/6 stoðsendingar, Cherise Michelle Daniel 22/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 18, Dýrfinna Arnardóttir 14, Anna Lóa Óskarsdóttir 10, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/7 fráköst/10 stoðsendingar.

Fráköst: 26 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Breiðablik - Njarðvík 73:55

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 13. desember 2017.

Gangur leiksins:: 5:4, 12:4, 19:9, 21:17, 28:19, 30:24, 37:28, 39:34, 45:36, 49:38, 52:40, 54:42, 59:45, 62:47, 67:51, 73:55.

Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 19/4 fráköst, Ivory Crawford 16/5 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 15/5 stolnir, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11/15 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 8/6 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/4 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Njarðvík: Shalonda R. Winton 18/13 fráköst, Hrund Skúladóttir 10, Erna Freydís Traustadóttir 7, María Jónsdóttir 6/11 fráköst, Björk Gunnarsdótir 6, Hulda Bergsteinsdóttir 4, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Skallagrímur - Stjarnan 81:91

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 13. desember 2017.

Gangur leiksins:: 6:7, 7:15, 18:18, 27:27, 36:33, 40:35, 43:38, 46:48, 50:56, 54:59, 63:64, 67:70, 67:72, 70:77, 70:82, 81:91.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 37/19 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 16/12 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 9/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 9/4 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 6/5 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 21 í sókn.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 46/11 fráköst/11 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 26/6 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4/4 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Johann Gudmundsson, Sveinn Bjornsson.

mbl.is