„Fórum að hugsa um jólafríið“

Dagur Kár Jónsson
Dagur Kár Jónsson Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Dagur Kár Jónsson var ekki beint hýr á há eftir að Grindavík hafði marið Þór á Akureyri í kvöld í Dominos-deild karla í körfubolta. Grindavík vann 83:79 eftir að hafa misst öruggt forskot frá sér á lokakaflanum og mátti litlu muna að Þórsarar hefðu hreinlega stolið stigunum.

Þetta var ekki sannfærandi hjá ykkur.

„Þetta var skrautlegt þarna í restina og það er svekkjandi að við höfum látið þetta verða svona jafnt undir lokin og látið þetta enda svona. Ég gef Þórsurunum það að þeir komu grimmir og börðust af krafti. Mér finnst hins vegar að við séum með betra lið og þetta var bara lélegt af okkar hálfu.“

Þið virtust ekki ætla að hafa of mikið fyrir þessu. Hélduð þið kannski að þetta væri bara komið?

„Við byrjuðum leikinn vel og alltaf þegar við náðum góðu forskoti þá fóru menn bara að hugsa um jólafríið eða eitthvað slíkt. Við slökuðum full mikið á og þetta var bara á sjálfstýringu. Það bara gengur ekki í þessari deild því það þarf að berjast fyrir öllu og Þórsararnir sýndu það og gerðu þetta spennandi í lokin.“

Manstu eftir að hafa spilað í leik án nokkurs erlends leikmanns, eins og í kvöld?

„Nei, ekki í meistaraflokki. Þetta var áhugaverð tilbreyting en við reynum að fá nýjan Kana fyrir seinni hlutann af deildinni.“

Eruð þið með einhverja sérstaka týpu af leikmanni í huga?

„Við viljum bara fá góðan körfuboltamann. Það eitt skiptir máli.“

Hvað var með síðustu sóknina ykkar í stöðunni 79:80. Þið voruð nokkrir sem gátuð tekið galopin skot en boltanum var að lokum troðið inn á Sigurð undir körfunni. Var það alltaf planið?

„Það passar. Ég m.a. var algjörlega með frítt skot en vildi bara vera 100% öruggur og sjá Sigga setja boltann ofaní körfuna. Ég var búinn að hitta vel en vildi bara vara viss um að við myndum skora“ sagði Dagur Kár að lokum.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla