Nýr leikmaður til Þórsara

Marques Oliver hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Þór og ...
Marques Oliver hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Þór og Nino Johnson kemur í staðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórsarar frá Akureyri hafa fengið nýjan bandarískan körfuknattleiksmann til liðs við sig fyrir átökin eftir áramótin.

Sá heitir Nino Johnson, 24 ára gamall miðherji en hann er 206 cm á hæð og 110 kg, samkvæmt vef Þórs þar sem skýrt var frá þessu í kvöld.

Johnson kemur í staðinn fyrir Marques Oliver sem meiddist á dögunum og spilar ekki meira á þessu tímabili.

Johnson lék síðast í Finnlandi en áður með Southeast Missouri State-háskólanum í Bandaríkjunum.

mbl.is