Ríkur karl sem tók fram fyrir hendur þjálfarans

Hörður Axel Vilhjálmsson skorar í landsleik gegn Grikkjum.
Hörður Axel Vilhjálmsson skorar í landsleik gegn Grikkjum. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

„Klúbburinn sjálfur er mjög flottur og liðið spilar í einni sterkustu deild Evrópu, og að því leyti var allt eins og við mátti búast. En svo kom þetta upp í lokin sem maður hefði alveg viljað sleppa við að ganga í gegnum.“

Þetta segir Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem snúinn er heim úr atvinnumennsku og genginn í raðir Keflavíkur á nýjan leik.

Hörður Axel hefur í haust leikið með liði Astana frá Kasakstan, en það er eitt þeirra liða sem leika í hinni sterku VTB United deild, ásamt bestu liðum Rússlands auk liða frá Eistlandi, Lettlandi og Hvíta-Rússlandi. Dvölin í kuldanum í Astana tók hins vegar skjótan endi nú í desember og Hörður samdi í kjölfarið við Keflavík, þar sem þessi uppaldi Fjölnismaður hefur leikið drjúgan hluta síns ferils.

„Það er kannski bara þannig á þessum slóðum að hlutunum er stjórnað af körlum sem eiga peninga. Það var karl þarna hjá Astana sem tók bara þá ákvörðun að honum líkaði illa við mig og vildi mig burt. Það var alveg sama hvað þjálfarinn sagði og reyndi að sannfæra hann um annað, hann hafði tekið sína ákvörðun. Þetta endaði með því að stjórnin samdi við annan leikmann á bakvið þjálfarann, og þá var lítið að gera annað en að ljúka þessu,“ segir Hörður.

Sjá viðtal við Hörð Axel í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert