Keflavík skiptir enn á ný um Kana

Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur hefur haft marga erlenda lærisveina …
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur hefur haft marga erlenda lærisveina á tímabilinu. mbl.is/Árni Sæberg

Karlalið Keflavíkur í körfuknattleik hafa skipt um erlendan leikmann í þriðja sinn frá því í haust og hefur nú samið við Bandaríkjamanninn Dominique Elliott um að spila með liðinu það sem eftir lifir tímabils.

Það er karfan.is sem greinir frá þessu, en Elliott þessi er 26 ára gamall og lék síðast í Sviss. Þá hefur hann einnig leikið í Slóvakíu eftir að hafa verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Elliott er fjórði Kaninn sem er á mála hjá Keflavík á tímabilinu. Kevin Young kom upphaflega en var sendur burt fyrir tímabilið í Dominos-deildinni. Cameron Forte tók við af honum en var skipt út fyrir Stanley Robinson um miðjan nóvember. Hann stóð hins vegar ekki undir væntingum og nú er röðin komin að Elliott.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert