Ég þarf ekki að horfa á körfuna í svona gír

Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Við spiluðum geggjaða liðsvörn og það skilaði góðri sókn. Við fengum mörg stopp og hraðaupphlaup í kjölfarið, þannig er leikurinn okkar og það virkaði í kvöld,“ sagði Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, eftir 85:75-sigur á Haukum í undanúrslitum Maltbikars karla í körfubolta í kvöld. 

Sigtryggur átt magnaðan leik; skoraði 35 stig og tók 11 fráköst. 

„Þetta er með betra stigaskori sem ég hef náð. Ég elska þessa leiki, ég elska úrslitaleiki og ég gerði mitt besta, það gekk upp í dag. Stóru mennirnir voru að hjálpa mér að fá galopin skot og ég set þau oftast niður. Ég þarf ekki að horfa á körfuna þegar ég er kominn í svona gír.“

Tindastóll mætir KR í úrslitum á laugardaginn og er Sigtryggur brattur fyrir verkefninu. 

„Við þurfum að spila svipaðan leik og í dag; vera grimmir í vörninni og fastir fyrir. Ég met möguleikana góða, ég tel okkur vera með besta liðið,“ sagði Sigtryggur að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert