Nowitzki fór fram úr Malone

Dirk Nowitzki sækir að körfu Orlando.
Dirk Nowitzki sækir að körfu Orlando. AFP

Wayne Ellington var hetja Miami Heat þegar liðið marði Toronto Raptors, 90:89, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Ellington skoraði nánast flautukörfu en 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum þegar hann skoraði. Slóvenski bakvörðurinn Goran Dragic var stigahæstur í liði Miami með 24 stig og tók 12 fráköst en DeMar DeRozan var atkvæðamestur í liði Toronto með 25 stig.

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki lék sinn 1.435. leik í NBA-deildinni, en hann hefur leikið alla leikina fyrir Dallas. Hann skaust þar með fram úr Karl Malone yfir fjölda leikja með sama liði í NBA-deildinni. Nowitzki er í öðru sæti, 69 leikjum á eftur John Stockton, goðsögn úr Utah Jazz. Nowitzki skoraði 20 stig í nótt í sigri Dallas gegn Orlando, 114:99.

C.J. McCollum skoraði 27 stig fyrir Portland í sigri liðsins gegn Oklahoma City Thunder. Russell Westbrook og Paul George voru með 22 stig hvor fyrir Oklahoma.

Úrslitin í nótt:

Miamo - Toronto 90:89
Portland - Oklahoma 117:106
Dallas - Orlando 114:99
LA Lakers - Sacramento

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert