Durant í 20 þúsund stiga klúbbinn

Kevin Durant.
Kevin Durant. AFP

Kevin Durant, leikmaður meistaranna í Golden State Warriors, bættist í hóp 20 þúsunda klúbbsins í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Durant þurfti að skora 26 stig til að ná 20 þúsund stiga markinu og hann gerði gott betur því hann skoraði 40 stig og er 48. leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að skora 20 þúsund stig og er sá næst yngsti sem nær því. Durant er 29 ára gamall en LeBron James var 28 ára þegar hann náði að skora 20 þúsund stig í deildinni. Durant varð hins vegar að sætta sig við tap gegn LA Clippers þar sem Lou Willams fór á kostum fyrir Clippers og skoraði 50 stig.

Jimmy Butler skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Minnesota hafði betur gegn Oklahoma City Thunder. Russell Westbrook skoraði 38 stig fyrir Oklahoma og tók 10 fráköst.

Chris Paul skoraði 37 stig fyrir Houston og Eric Gordon 30 í sigri liðsins gegn Portland, 121:112. Damian Lillard var atkvæðamestur í liði Portland með 29 stig.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Dallas 111:115
Indiana - Miami 106:114
Brooklyn - Detroit 80:114
Washington - Utah 104:107
New York - Chicaago 119:122
Memphis - New Orleans 105:102
Minnesota - Oklahoma 104:88
Golden State - LA Clippers 106:125
Houston - Portland 121:112
Denver - Atlanta 97:110
Milwaukee - Orlando 110:103

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert