Sögulegt íslenskt teymi í Riga í kvöld

Rúnar Birgir Gíslason og Sigmundur Már Herbertsson saman í Riga …
Rúnar Birgir Gíslason og Sigmundur Már Herbertsson saman í Riga í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska körfuknattleikshreyfingin átti tvo fulltrúa í Riga, höfuðborg Lettlands, í kvöld, þegar TTT Riga og Mersin BB frá Tyrklandi áttust við í Evrópubikarkeppni kvenna, Eurocup.

Sigmundur Már Herbertsson var einn þriggja dómara leiksins og Rúnar Birgir Gíslason var eftirlitsmaður Evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA, á leiknum sem Mersin vann 63:62.

Þetta var annar leikur Rúnars sem eftirlitsmaður FIBA, en Sigmundur er þrautreyndur dómari á alþjóðavísu. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem tveimur Íslendingum er raðað á leik af FIBA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert