Erfitt að veðja gegn KR

Sigtryggur Arnar Björnsson úr Tindastóli (t.h.) var frábær gegn Haukum.
Sigtryggur Arnar Björnsson úr Tindastóli (t.h.) var frábær gegn Haukum. mbl.is/​Hari

„Tindastólsmenn verða að hitta á mjög góðan leik til þess að vinna bikarinn. Þeir náðu slíkum leik gegn okkur þar sem skothittni leikmanna Tindastóls var mjög góð og var lykill. Eitthvað svipað þarf að vera upp á teningnum gegn KR í úrslitaleiknum.“

Þetta segir Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka og fyrrverandi liðsmaður KR, í Morgunblaðinu í dag, spurður um úrslitaleik KR og Tindastóls í Maltbikar karla, bikarkeppni KKÍ, sem fram fer í Laugardalshöllinni í dag.

„Tindastólsliðið þarf einnig að stjórna hraða leiksins til þess að eiga einhverja möguleika á sigri. Og það getur verið hægara sagt en gert gegn KR sem hefur mann eins og Pavel Ermolinskij innan sinna vébanda. Hann er mikill leiðtogi á vellinum og stýrir leiknum mjög vel,“ sagði Finnur Atli.

Sjá forspjall um úrslitaleikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert