81 stig í fyrri hálfleik dugði næstum ekki

Hart barist í leik Detroit Pistons og Chicago Bulls í ...
Hart barist í leik Detroit Pistons og Chicago Bulls í nótt. AFP

Ríkjandi meistarar Golden State Warriors máttu hafa sig alla við í háspennusigri gegn Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Golden State skoraði hvorki fleiri né færri en 81 stig í fyrri hálfleik, sem þykir nú ekki óeðlilegur stigafjöldi í heilum leik. Staðan í hálfleik var 81:64 en Toronto-liðið barðist allt til loka og úr varð háspennuleikur. Golden State fagnaði að lokum naumum sigri, 127:125.

Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State á meðan DeMar DeRozan fór fyrir Toronto-liðinu og skoraði 42 stig.

Þetta var ekki eini spennusigurinn því Chicago Bulls vann nauman sigur gegn Detroit Pistons, en þar vakti athygli að Zach LaVine í liði Bulls sneri aftur í sínum fyrsta leik í tæpt ár vegna alvarlegra meiðsla og skilaði 14 stigum.

Þá vann Los Angeles Lakers ekki síður spennandi viðureign gegn Dallas Mavericks þar sem lokatölur urðu 107:101 eftir framlengingu og einnig þurfti að framlengja viðureign Washington Wizards gegn Brooklyn Nets þar sem Washington vann að lokum 119:113.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan:

Dallas Mavericks – Los Angeles Lakers 101:107
Los Angeles Clippers – Sacramento Kings 126:105
Charlotte Hornets – Oklahoma City Thunder 91:101
Washington Wizards – Brooklyn Nets 119:113
Toronto Raptors – Golden State Warriors 125:127
Chicago Bulls – Detroit Pistons 107:105
San Antonio Spurs – Denver Nuggets 112:80

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla