Ekkert gengur hjá LeBron og félögum

Kevin Durant var öflugur fyrir Golden State gegn Cleveland.
Kevin Durant var öflugur fyrir Golden State gegn Cleveland. AFP

Meistararnir í Golden State báru sigurorð af Cleveland, 118:108, í uppgjöri liðanna í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt en þau hafa mæst í úrslitum um NBA-meistaratitilinn síðustu þrjú árin.

Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Golden State, átti 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst og Stephen Curry var með 23 stig. LeBron James var atkvæðamestur í liði Cleveland með 32 stig, Isaiah Thomas skoraði 19 og Kevin Love 17. Golden State er með besta vinningshlutfallið í deildinni en liðið hefur unnið 36 leiki en tapað 9. Cleveland er í basli þessar vikurnar en það hefur tapað átta af síðustu 10 leikjum sínum.

Philadelphia hafði betur gegn Toronto þar sem Joel Embiid skoraði 34 stig fyrir sigurliðið og tók 11 fráköst.

Grikkinn Giannis Antetokounmpo átti flottan leik í sigri Washington gegn Milwaukee. Hann skoraði 27 stig og tók 20 fráköst.

Russell Westbrook var nálægt enn einni tvöföldu þrennunni í sigi Oklahoma gegn Sacramento. Hann skoraði 19 stig, tók 16 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:

Cleveland - Golden Statte 108:118
LA Clippers - Hostuon 113:102
Utah - Indiana 94:109
Oklahoma - Sacramento 95:88
Memphis - LA Lakers 123:114
Atlanta - SA Spurs 102:99
Brooklyn - New York 104:119
Chicago - Miami 119:111
Washington - Milwaukee 95:109
Philadelphia - Toronto 117:111
Detroit - Charlotte 107:1118

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert