Mikilvægur sigur Stjörnunnar í grannaslag

Hart barist í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld.
Hart barist í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan vann granna sína í Breiðabliki, 72:63, er liðin mættust í 16. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í Garðabænum í kvöld. Með sigrinum náði Stjarnan tveggja stiga forystu á Breiðablik í baráttunni um fjórða sætið, sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. 

Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og skiptust liðin á að hafa forystuna. Danielle Rodriguez hjá Stjörnunni og Ivory Crawford hjá Breiðabliki fóru fyrir sínum liðum. Rodriguez skoraði 19 stig í fyrri hálfleik og Crawford 15. Staðan í hálfleik var 35:33, Stjörnunni í vil.

Stjarnan fór gríðarlega vel af stað í seinni hálfleik og skoraði tíu fyrstu stig hans og varð munurinn mestur 15 stig í stöðunni 50:35. Breiðablik lagaði stöðuna aðeins eftir því sem leið á leikhlutann en staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 58:48. 

Breiðablik minnkaði muninn í 63:61 í fjórða leikhluta, en Stjarnan reyndist aðeins sterkari í lokin og landaði mikilvægum sigri. Danielle Rodriguez átti frábæran leik hjá Stjörnunni. Hún skoraði 33 stig, tók 15 fráköst. 

Stjarnan - Breiðablik 72:63

Ásgarður, Úrvalsdeild kvenna, 17. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 6:5, 10:8, 16:13, 18:15, 21:19, 26:25, 31:31, 35:33, 43:33, 52:40, 54:42, 58:48, 61:50, 61:56, 70:63, 72:63.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 33/15 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/10 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 13/9 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Valdís Ósk Óladóttir 2, Linda Marín Kristjánsdóttir 1.

Fráköst: 32 í vörn, 9 í sókn.

Breiðablik: Ivory Crawford 21/15 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 17/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Isabella Ósk Sigurðardóttir 4/8 fráköst, Lovísa Falsdóttir 2/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Jón Guðmundsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson.

Stjarnan 72:63 Breiðablik opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert