Sigurkarfa á síðustu stundu

Terrell Vinson, Njarðvík, í baráttu um boltann við Stjörnumanninn Róbert …
Terrell Vinson, Njarðvík, í baráttu um boltann við Stjörnumanninn Róbert Sigurðsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Anthony Pryor skoraði sigurkörfu Stjörnunnar gegn Njarðvík í Ásgarði í kvöld þegar 2 sekúndur voru eftir í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Stjarnan sigraði 77:75. 

Njarðvíkingar áttu villur til að gefa í síðustu sókn Stjörnunnar í stöðunni 75:75. Stjarnan fékk boltann þegar 6 sekúndur voru eftir en þá jafnaði Logi Gunnarsson fyrir Njarðvík. Njarðvíkingar brutu einu sinni. Í síðara skiptið sem Stjarnan fór í sókn var Pryor með boltann við vítalínu. Tveir leikmenn reyndu að brjóta á honum áður en hann fór í skot. Gerðu þeir það en Pryor tókst að setja þvingað skot niður og fékk víti að auki. Hann brenndi af og mögulega viljandi því einungis voru 1,7 sekúndur eftir og Njarðvík gat ekkert gert annað en að reyna skot yfir allan völlinn. 

Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var mjög drjúgur fyrir Stjörnuna en hann skoraði 24 stig og tók 12 fráköst. Róbert Sigurðsson var virkilega góður með 15 stig og 7 stoðsendingar. 

Maciej Baginski og Terrell Vinson gerðu 16 stig hvor fyrir Njarðvík. Kristinn Pálsson tók 9 fráköst og skoraði 9 stig. 

Stjarnan - Njarðvík 77:75

Ásgarður, Úrvalsdeild karla, 18. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 6:0, 12:6, 16:13, 22:16, 26:20, 32:25, 38:30, 45:32, 45:39, 52:44, 58:52, 60:54, 60:60, 63:64, 71:66, 77:75.

Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 24/12 fráköst, Róbert Sigurðsson 15/7 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 14/12 fráköst, Sherrod Nigel Wright 10/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Collin Anthony Pryor 6/8 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn.

Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 16/4 fráköst, Terrell Vinson 16/10 fráköst, Logi Gunnarsson 15/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 9, Kristinn Pálsson 9/9 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 4/9 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Ragnar Helgi Friðriksson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem.

Stjarnan 77:75 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert