Hamar upp að hlið Breiðabliks

Hamarsmenn eru í fínum málum í 1. deildinni.
Hamarsmenn eru í fínum málum í 1. deildinni. mbl.is/Árni Sæberg

Hamar fór upp að hlið Breiðabliks í öðru sæti í 1. deild karla í körfubolta í dag með öruggum 92:63-sigri á Fjölni í Hveragerði í kvöld. Hamar var með forystuna allt frá byrjun og til enda.

Staðan var 48:39 í hálfleik og ógnaði Fjölnir forskotinu ekki að neinu ráði í síðari hálfleik. Larry Thomas skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir Hamar og Ísak Sigurðarson gerði 13 stig. Samuel Prescott Jr. skoraði 15 stig fyrir Fjölni og Alexander Þór Hafþórsson gerði 14 stig. 

Skallagrímur er í toppsæti deildarinnar með 26 stig og Breiðablik og Hamar koma þar á eftir með 22 stig. Fjölnir er í 6. sæti með 14 stig. 

Hamar - Fjölnir 92:63

Hveragerði, 1. deild karla, 19. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 6:5, 9:9, 19:13, 27:21, 29:26, 34:31, 40:35, 48:39, 54:43, 56:47, 61:51, 65:55, 67:56, 77:59, 84:62, 92:63.

Hamar: Larry Thomas 31/11 fráköst/5 stolnir, Ísak Sigurðarson 13, Jón Arnór Sverrisson 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dovydas Strasunskas 9, Þorgeir Freyr Gíslason 9/6 fráköst, Smári Hrafnsson 8, Arnór Ingi Ingvason 5, Mikael Rúnar Kristjánsson 3, Kristinn Ólafsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.

Fjölnir: Samuel Prescott Jr. 15/8 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 14/4 fráköst, Daníel Freyr Friðriksson 9, Sigvaldi Eggertsson 8/7 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 5/3 varin skot, Sigmar Jóhann Bjarnason 4, Jón Rúnar Baldvinsson 4/6 fráköst, Brynjar Birgisson 2, Hlynur Logi Ingólfsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Friðrik Árnason, Guðmundur Ragnar Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert