Langþráður sigur Toronto á Miami

Kyle Lowry var öflugur í liði Toronto í gærkvöldi.
Kyle Lowry var öflugur í liði Toronto í gærkvöldi. AFP

Kyle Lowry skoraði 24 stig og DeMar DeRozan 21 fyrir Toronto Raports sem vann San Antonio Spurs 86:83 í gærkvöldi í stórleik umferðarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik er sjö leikir fóru fram.

Lowry skoraði níu af sínum 24 stigum í fjórða leikhluta. Jonas Valanciunas átti einnig góðan leik fyrir Toronto og setti niður 15 stig og átti 11 fráköst.

Í liði San Antonio var LaMarcus Aldridge atkvæðamestur með 17 stig og 14 fráköst. Pau Gasol setti niður 15 stig og Patty Mills 13 en tapið var það fjórða í sex útileikjum San Antonio.

Leikurinn í gærkvöldi var nokkuð spennandi en staðan var 80:71 er 2:40 voru á klukkunni. Bryn Forbes setti niður þriggja stiga körfu fyrir San Antonio þegar sex sekúndur voru eftir og breytti stöðunni í 86:83. Þá var brotið á DeRozan sem fór á vítalínuna en hitti úr hvorugu skotinu. Því fékk San Antonio tækifæri til þess að jafna metin en til þess kom þó ekki þar sem liðið náði ekki skoti á körfuna. 

Meira en tvö ár eru síðan Toronto vann San Antonio síðast en það gerðist 9. desember 2015.

Toronto hefur 32 sigra í 2. sæti austurdeildarinnar á meðan San Antonio hefur 30 sigra í 3. sæti vesturdeildarinnar.

Úrslit næturinnar:
Toronto - San Antonio, 86:83
Brooklyn - Miami, 101:95
Detroit - Washington, 112:122
Memphis - Sacramento, 106:88
Denver - Phoenix, 100:108
Utah - New York, 115:117

Frá leiknum í gær: 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert