KR losar sig við Carter

Zaccery Alen Carter í leik með KR gegn Tindastóli.
Zaccery Alen Carter í leik með KR gegn Tindastóli. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar KR í körfuknattleik hafa ákveðið að losa sig við Bandaríkjamanninn Zaccery Alen Carter sem hefur spilað með liðinu á undanförnum vikum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu KR-inga.

Í tilkynningu frá KR-ingum á Facebook-síðu sinni segir:

Körfuknattleiksdeildin hefur ákveðið að framlengja ekki samninginn við Zaccery Alen Carter sem hefur spilað með liðinu á undanförnum vikum. Zac var fenginn til liðsins vegna mikils fjölda meiðsla leikmanna og var hér á tímabundnum samning[i]. Deildin vill þakka Zac fyrir hans störf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.

Þá eru þeir Arnór og Vilhjálmur Kári að nálgast fullan styrk en báðir hafa glímt við erfið meiðsli í vetur. Arnór lék með unglingaflokki félagsins sem vann góðan sigur á Fjölni í gær og Villi lék með KV á venslasamning á laugardaginn sem einnig vann góðan sigur á Leikni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert