Lakers áfram á miklu flugi

Julius Randle treður fyrir Los Angeles Lakers gegn New York …
Julius Randle treður fyrir Los Angeles Lakers gegn New York Knicks í nótt. AFP

Los Angeles Lakers er á góðu skriði í NBA-deildinni í körfuknattleik og skellti New York Knicks í nótt, 127:107. Þetta er sjötti sigur liðsins í síðustu átta leikjum.

Jordan Clarkson og Julius Randle voru fremstir í flokki hjá Lakers. Clarkson skilaði 29 stigum auk þess sem hann gaf 10 stoðsendingar á meðan Randle skoraði 27 stig og tók 12 fráköst. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Lakers hins vegar enn nokkuð frá sæti í úrslitakeppninni.

Lakers hefur unnið 17 leiki á meðan grannar þeirra í Clippers hafa unnið 23 leiki og sitja í áttunda og síðasta sæti vesturdeildarinnar sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Knicks er einnig í harðri baráttu í austurdeildinni, hefur unnið 21 leik og er rétt fyrir neðan línuna sem sker úr um sæti í úrslitum.

Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í nótt og öll úrslit má sjá hér að neðan.

Boston Celtics – Orlando Magic 95:103
Los Angeles Lakers – New York Knicks 127:107
Detroit Pistons – Brooklyn Nets 100:101
San Antonio Spurs – Indiana Pacers 86:94

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert