Mikill heiður að bæta skólametið

Sólrún Inga í leik með Costal Georgia
Sólrún Inga í leik með Costal Georgia Ljósmynd/Aðsend

Sólrún Inga Gísladóttir, 21 árs gömul körfuboltakona úr Hafnarfirði, gerði sér lítið fyrir og skoraði níu þriggja stiga körfur í 95:70-sigri Costal Georgia á Keiser í bandaríska háskólakörfuboltanum. Aldrei áður hafði leikmaður skólans skorað svo margar þriggja stiga körfur í einum leik, en hún skoraði sjálf átta slíkar í leik fyrir áramót sem var jöfnun á metinu.

„Mér líður bara vel eftir þennan leik og það er gaman að allir heima séu að fylgjast með. Það er mikill heiður að bæta skólametið. Í leiknum fyrir áramót vissum við ekki hvað metið var, eða vorum ekkert að pæla í því. Við komumst að því eftir leikinn að ég hefði jafnað skólametið. Eftir að ég frétti það þá var markmiðið bara að bæta það. Gaman að segja frá því að besta vinkona mín hérna úti jafnaði líka skólametið rétt eftir áramót. Þú getur rétt ímyndað þér keppnina á milli okkar, hver setur næsta met,“ sagði Sólrún í samtali við mbl.is.

Sólrún er mjög hrifin af lífinu og tilverunni í Georgíu. „Lífið er yndislegt, mikið að gera en samt skemmtilegt. Týpískur dagur hjá mér er skóli til kl. 13:00, æfing og/eða vídeófundur um kl. 13 til sirka 17, kvöldmatur og síðan lærdómur,“ sagði Sólrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert