Náði afreki sem ekki hefur sést í 46 ár

DeMarcus Cousins afrekaði nokkuð magnað í nótt.
DeMarcus Cousins afrekaði nokkuð magnað í nótt. AFP

Það er óhætt að segja að áhorfendur á leik New Orleans Pelicans og Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt hafi orðið vitni að sögulegum atburði þegar Pelicans vann fjögurra stiga sigur í tvíframlengdum leik, 132:128.

DeMarcus Cousins, leikmaður Pelicans, skilaði nefnilega framlagi sem hefur ekki náðst í deildinni síðan goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar afrekaði það fyrir Los Angeles Lakers árið 1972. Um er að ræða þrefalda tvennu sem inniheldur að minnsta kosti 40 stig, 20 fráköst og 10 stoðsendingar. Cousins skoraði 44 stig, tók 24 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leiknum í nótt.

Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, náði einnig þrefaldri tvennu í nótt þegar Clippers tapaði fyrir Minnesota Timberwolves 126:118. Þó ekki hafi hún verið söguleg þá skoraði Griffin 32 stig, tók 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar, en hjá Minnesota var Andrew Wiggins stigahæstur með 40 stig.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Charlotte Hornets – Sacramento Kings 112:107
Alanta Hawks – Utah Jazz 104:90
Houston Rockets – Miami Heat 99:90
Memphis Grizzlies – Philadelphia 76ers 105:101
Milwaukee Bucks – Phoenix Suns 109:105
New Orleans Pelicans – Chicago Bulls 132:128
Dallas Mavericks – Washington Wizards 98:75
Denver Nuggets – Portland Trail Blazers 104:101
Los Angeles Clippers – Minnesota Timberwolves 118:126

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert