Breiðablik fær nýjan Bandaríkjamann

Whitney Knight.
Whitney Knight. Ljósmynd/Twitter

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við hina bandarísku Whitney Knight um að leika með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar. Kemur hún í staðinn fyrir Ivory Crawford.

Knight spilaði tíu leiki í fyrir Los Angeles Sparks í WNBA, efstu deild Bandaríkjanna árið 2016. Síðan þá hefur hún spilaði í Rússlandi og Spáni. 

Breiðablik er í 5. sæti Dominos-deildarinnar og í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. 

mbl.is