Hilmar Pétursson aftur í Hauka

Hilmar Pétursson í leik með Keflavík.
Hilmar Pétursson í leik með Keflavík. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson er að ganga í raðir Hauka á nýjan leik eftir stutta dvöl í Keflavík. Karfan.is  greinir frá. 

Hilmar spilaði vel með Keflavík framan af, en hann hefur lítið fengið að spreyta sig eftir komu Harðar Axel Vilhjálmssonar í liðið.

Hann lék 15 leiki fyrir Keflavík og skoraði sex stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali í leik. 

mbl.is