Njarðvík kaffærði Val í seinni hálfleik

Njarðvík fór með sigur af hólmi gegn Val í kvöld.
Njarðvík fór með sigur af hólmi gegn Val í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Njarðvík fór með sigur af hólmi, 106:73, þegar liðið mætti Val í 16. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í Valshöllinni í kvöld. 

Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku Njarðvíkingar öll völd á vellinum í síðari hálfleik. Staðan var jöfn 46:46 í hálfleik, en eftir góðan kafla í þriðja leikhluta náðu Njarðvíkingar öruggu forskoti. 

Niðurtaðan varð 33 stiga Njarðvíkur eftir afar góða frammistöðu Njarðvíkur í seinni hálfleik. Njarðvík lék góða pressuvörn í seinni hálfleik, en aðgangshörð vörn sem Valsmenn sýndu í fyrri hálfleik koðnaði í seinni hálfleik.

Terrell Vinson var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 26 stig, en hann lék lítið í seinni hálfleik vegna meiðsla. Urald King var hins vegar atkvæðamestur í liði Vals með 23 stig. 

Njarðvík er í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig eftir þennan sigur, en Valur hins vegar í tíunda sæti með 10 stig. 

Valur - Njarðvík 73:106

Valshöllin, Úrvalsdeild karla, 31. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 7:5, 11:14, 21:19, 26:21, 28:27, 36:32, 42:38, 46:46, 50:47, 54:57, 55:69, 60:76, 60:84, 64:93, 67:99, 73:106.

Valur: Urald King 16/10 fráköst/3 varin skot, Austin Magnus Bracey 15, Birgir Björn Pétursson 9/7 fráköst, Benedikt Blöndal 8, Oddur Birnir Pétursson 7, Sigurður Dagur Sturluson 6, Illugi Steingrímsson 5, Gunnar Ingi Harðarson 5/6 fráköst, Illugi Auðunsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.

Njarðvík: Terrell Vinson 30/10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 21/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 18/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 11/7 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 10/13 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Snjólfur Marel Stefánsson 2/6 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Guðnason 1/5 fráköst.

Fráköst: 36 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Johann Gudmundsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Valur 73:106 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is