Óvæntur sigur FSu á Snæfelli

Antowine Lamb átti góðan leik í dag.
Antowine Lamb átti góðan leik í dag. Ljósmynd/Karfan.is

FSu vann í dag óvæntan 101:100-sigur í æsispennandi leik í Stykkishólmi í 1. deild karla í körfubolta. FSu virtist ætla að sigla öruggum sigri í hús því staðan var 76:62 fyrir síðasta leikhlutann.

Snæfell var hins vegar mikið betri aðilinn í 4. leikhluta. Christian Covile hefði getað tryggt Snæfelli sigurinn, en hann hitti ekki úr síðasta skoti leiksins og sætur sigur FSu varð raunin. 

Antowine Lamb skoraði 30 stig fyrir FSu og Ari Gylfason 25. Christian Covile var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig. Snæfell er í 5. sæti deildarinnar með 18 stig og FSu í 8. og næstneðsta sæti með sex stig. 

Snæfell - FSu 100:101

Stykkishólmur, 1. deild karla, 04. febrúar 2018.

Gangur leiksins: 7:11, 16:14, 21:23, 27:27, 31:29, 34:34, 41:42, 48:52, 54:55, 57:66, 62:69, 65:76, 71:81, 77:88, 89:95, 100:101.

Snæfell: Christian David Covile 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Viktor Marinó Alexandersson 19, Þorbergur Helgi Sæþórsson 19, Sveinn Arnar Davíðsson 15/8 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 10, Geir Elías Úlfur Helgason 10/4 fráköst, Rúnar Þór Ragnarsson 4/5 fráköst, Eiríkur Már Sævarsson 4.

Fráköst: 18 í vörn, 13 í sókn.

FSu: Antowine Lamb 30/5 fráköst, Ari Gylfason 25/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 17/6 stoðsendingar, Florijan Jovanov 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Bjarni Bjarnason 5, Svavar Ingi Stefánsson 4, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 3, Maciek Klimaszewski 2.

Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Halldór Geir Jensson, Einar Þór Skarphéðinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert