Söfnun Njarðvíkinga gengur vel

Kristinn Pálsson.
Kristinn Pálsson. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

„Við erum að bíða eftir banka upplýsingum frá FIBA og um leið og við fáum þær munum við ganga frá þessu,“ sagði Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við mbl.is en FIBA úrskurðaði á dögunum að Njarðvíkingar þyrftu að greiða ítalska liðinu Stella Azzura 9600 evrur, jafngildi 1,2 milljóna króna, í uppeldisbætur fyrir Kristin Pálsson.

„Við tökum lán fyrir þessari upphæð en það eru margir velunnarar félagsins sem hafa lagt í púkkið til að hjálpa okkur í þessu,“ sagði Friðrik en eins og fram kom á mbl.is í gær hrinti Lár­us Ingi Magnús­son, fyrr­ver­andi körfuknatt­leiks­dóm­ari, af stað söfnun þar sem hann skoraði á alla sanna Njarðvíkinga að leggja söfnuninni lið. Körfuknattleikdeild Njarðvíkur þarf að greiða áðurnefnda upphæð svo að Kristinn verði löglegur með liðinu.

„Ég veit að söfnunin fór ansi vel af stað og ég held að við förum langleiðina með að ná þessari upphæð með hjálp velunnara félagsins sem er frábært. Við stefnum á að klára þetta mál svo Kristinn verði orðinn löguleikur fyrir leikinn gegn Þór Akureyri í kvöld,“ sagði Friðrik við mbl.is.

Þess má geta að ókeypis aðgangur verður á leik Njarðvíkinga og Þórsara í Ljónagryfjunni í kvöld

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert