Stjarnan á leið í úrslitakeppnina

Hlynur Bæringsson og Bjarni Rúnar Lárusson í leik Þórs og …
Hlynur Bæringsson og Bjarni Rúnar Lárusson í leik Þórs og Stjörnunnar síðasta vetur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stjörnumenn gerðu góða ferð norður yfir heiðar þar sem þeir lögðu Þórsara, 88:75, í skemmtilegum leik í Dominos-deild karla í körfuknattleik í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Stjörnumenn höfðu frumkvæðið allan leikinn, ólíkt því sem gerðist þegar þessi lið mættust í Ásgarði fyrr í vetur. Þar leiddu Akureyringar allan leikinn en Stjörnumenn sigruðu. Nú leiddu Stjörnumenn allan leikinn og tóku stigin sem í boði voru. Staðan í hálfleik 46:32, gestunum í vil.

Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur af hálfu gestanna úr Garðabæ sem voru alltaf með fimm til fimmtán stiga forskot. Oftar en ekki duttu þeir niður á hælana og heimamenn gerðu áhlaup og fengu upp stemmingu, bæði inni á vellinum og á áhorfendapöllunum. Þau áhlaup voru þó aldrei nóg, þar sem að Stjörnumenn vöknuðu alltaf rétt áður en Þórsarar tóku forystu og juku muninn á nýjan leik. Þrátt fyrir að munurinn á töflunni í lok leiksins hafi ekki verið meiri en 13 stig var sigurinn aldrei í hættu hjá Garðbæingum.

Mikilvæg stig í hús fyrir Stjörnuna í baráttunni um miðja deild, Garðbæingar eru komnir með 20 stig í sjötta sæti deildarinnar og að verða öruggir um sæti í úrslitakeppninni, en Þórsarar eru í bullandi vandræðum í næstneðsta sæti deildarinnar. Þeir eru með 6 stig og þurfa helst að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum til að eiga von um að halda sér uppi.

Gangur leiksins:: 0:5, 5:11, 11:18, 13:20, 21:28, 25:36, 27:41, 32:46, 35:49, 44:52, 48:56, 55:62, 58:70, 64:76, 70:78, 75:88.

Þór Ak.: Ingvi Rafn Ingvarsson 19/5 stoðsendingar/5 stolnir, Hilmar Smári Henningsson 13, Bjarni Rúnar Lárusson 12/5 fráköst, Marques Oliver 9/7 fráköst, Nino D'Angelo Johnson 8/8 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 7, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Sindri Davíðsson 2.

Fráköst: 18 í vörn, 12 í sókn.

Stjarnan: Tómas Þórður Hilmarsson 21/11 fráköst, Collin Anthony Pryor 16/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 13, Darrell Devonte Combs 13/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 12/8 fráköst/6 varin skot, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5, Egill Agnar Októsson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Dúi Þór Jónsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Sigurbaldur Frimannsson, Friðrik Árnason.

Þór Ak. 75:88 Stjarnan opna loka
99. mín. skorar
mbl.is