Fáheyrðir yfirburðir meistaranna

Stephen Curry átti góðan leik í nótt.
Stephen Curry átti góðan leik í nótt. AFP

Meistarar Golden State Warriors voru í miklu stuði gegn Phoenix Suns í bandaríska NBA-körfuboltanum í nótt og skoruðu 129 stig gegn aðens 83 og unnu því 46 stiga sigur. Steph Curry skoraði 22 stig í jöfnu liði Golden State.

Utah Jazz vann sinn tíunda sigur í röð í deildinni á heimavelli gegn San Antonio Spurs,101:99. Donovan Mitchell skoraði 25 stig fyrir Jazz sem er komið upp í 10. sæti vesturdeildarinnar. Anthony Davis átti enn og aftur stórleik fyrir New Orleans Pelicans, sem vann 118:103-sigur á Detroit Pistons á útivelli. Davis skoraði 38 stig og tók tíu fráköst. 

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum: 
Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 103:118
Philadelphia 76ers - New York Knicks 108:92
Brooklyn Nets - Los Angeles Clippers 101:114
Chicago Bulls - Orlando Magic 105:101 
Utah Jazz - San Antonio Spurs 101:99
Golden State Warriors - Phoenis Susn 129:83 

mbl.is