Pabbinn hótar að sonurinn fari

Lonzo Ball á skrautlegan pabba.
Lonzo Ball á skrautlegan pabba. AFP

Lonzo Ball, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum, á skrautlegri pabba en flestir í íþróttum, hinn kjaftfora LaVar Ball. Nú hefur LaVar hótað Lakers að sonurinn muni hætta hjá félaginu, semji það ekki við tvo bræður hans, LaMelo og LiAngelo.

LaMelo og LiAngelo spila sem stendur í Prienai í Litháen, en pabbinn skrautlegi vill að framtíð þeirra liggi með Lonzo í Los Angeles.

„Ég vil að allir þrír strákarnir spili með Lakers. Ef það gerist ekki og LiAngelo verður ekki kominn með samning í ár, mun ég segja öllum að Lonzo mun ekki framlengja samninginn sinn, heldur fara í annað félag sem er tilbúið að semja við þá þrjá," sagði Lavar Ball.

„Lonzo spilar best þegar bræður hans eru með honum. Við viljum ekki mjög há laun, þar sem tekjurnar okkar utan vallar eru miklar," bætti pabbinn skrautlegi við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert