Allt á uppleið í Cleveland og LeBron sáttur

LeBron James er kominn með marga nýja liðsfélaga.
LeBron James er kominn með marga nýja liðsfélaga. AFP

Það virðist ætla að borga sig fyrir Cleveland Cavaliers að hafa gjörbreytt liði sínu í félagaskiptaglugganum í NBA-deildinni í körfuknattleik á dögunum. Liðið vann sinn þriðja leik í röð í nótt eftir breytingarnar, sem margir höfðu litla trú á í fyrstu.

Isaiah Thom­as, Chann­ing Frye, Iman Shum­pert, Jae Crowder, Derrick Rose og Dwayne Wade yf­ir­gáfu all­ir fé­lagið á meðan menn á borð við Rodney Hodd, George Hill, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr. komu til liðsins. Eftir sigur gegn Oklahoma City Thunder í nótt, 120:112, hrósaði stórstjarnan LeBron James þjálfaranum og stjórninni fyrir að hafa haft kjark í breytingarnar.

LeBron skoraði sjálfur 37 stig fyrir Cleveland, sem hafði áður tapað illa fyrir liði Oklahoma á tímabilinu. Þar skoraði Steven Adamas 22 stig og tók 17 fráköst.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Toronto Raptors – Miami Heat 115:112
Milwaukee Bucks – Atlanta Hawks 97:92
Minnesota Timberwolves – Houston Rockets 108:126
Oklahoma City Thunder – Cleveland Cavaliers 112:120
Dallas Mavericks – Sacramento Kings 109:114
Denver Nuggets – San Antonio Spurs 117:109

mbl.is