Elvar bestur í riðlinum og á toppi með Barry

Elvar Már Friðriksson í landsleik.
Elvar Már Friðriksson í landsleik. mbl.is/Golli

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Barry-háskólans, var valinn leikmaður vikunnar í Sunshine State-riðlinum í bandaríska háskólaboltanum.

Elvar var lykilmaður í tveimur sigrum Barry á Embry-Riddle og Saint Leo í síðustu viku, og skoraði að meðaltali 24,5 stig, átti átta stoðsendingar, tók fjögur fráköst og stal boltanum tvisvar.

Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem leikmaður Barry er valinn leikmaður vikunnar, en í þriðja sinn á ferlinum sem Elvar fær þessa viðurkenningu. Barry er efst í Sunshine State-riðlinum, sem er í 2. deild, með 11 sigra í 16 leikjum, einum sigri á undan fimm liðum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert