Hamar vann baráttuna við toppinn

Adam Smári Ólafsson og félagar í Vestra unnu góðan útisigur.
Adam Smári Ólafsson og félagar í Vestra unnu góðan útisigur. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hamar færði sér nær efstu liðunum í 1. deild karla í körfubolta með 94:91-sigri á Breiðabliki í Hveragerði í kvöld. Hamar fór upp í 28 stig með sigrinum og eru Hamarsmenn nú aðeins tveimur stigum frá Breiðabliki og Vestra sem eru i 2. og 3. sæti deildarinnar. Julian Nelson gerði 20 stig fyrir Hamar og Halldór Halldórsson 17 fyrir Breiðablik.

Vestri einmitt 72:62-útisigur á Fjölni á sama tíma. Vestri og Breiðablik eru fjórum stigum frá toppliði Skallagríms. Nebojsa Knezevic skoraði 23 stig fyrir Vestra og Samuel Prescott 28 stig fyrir Fjölni. 

Loks vann FSu sinn fimmta sigur í vetur er Gnúpverjar komu í heimsókn, 113:92. Antowine Lamb skoraði 31 stig fyrir FSu og Evrage Richardson gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig fyrir Gnúpverja.

FSu - Gnúpverjar 113:92

Flúðir, 1. deild karla, 19. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 6:4, 9:6, 18:16, 20:26, 27:29, 31:37, 39:39, 48:41, 55:43, 62:51, 70:57, 80:64, 86:69, 98:77, 103:85, 113:92.

FSu: Antowine Lamb 31/10 fráköst/3 varin skot, Florijan Jovanov 23/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 17, Bjarni Bjarnason 15/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 13, Maciek Klimaszewski 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 5, Haukur Hreinsson 3/5 stoðsendingar.

Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.

Gnúpverjar: Everage Lee Richardson 50/9 fráköst/7 stoðsendingar, Atli Örn Gunnarsson 9/6 fráköst, Garðar Pálmi Bjarnason 7/5 fráköst, Gabríel Sindri Möller 6/4 fráköst/9 stoðsendingar, Leifur Steinn Arnason 6/6 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 5, Bjarki Rúnar Kristinsson 4, Hákon Már Bjarnason 3, Tómas Steindórsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 50

Hamar - Breiðablik 94:91

Hveragerði, 1. deild karla, 19. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 2:4, 7:11, 13:18, 14:23, 19:33, 26:40, 36:44, 44:49, 51:55, 59:58, 62:66, 70:74, 74:80, 81:84, 85:89, 94:91.

Hamar: Julian Nelson 20/6 fráköst, Larry Thomas 17/6 fráköst, Smári Hrafnsson 12, Dovydas Strasunskas 11/5 fráköst, Ísak Sigurðarson 10, Oddur Ólafsson 9/6 stoðsendingar, Jón Arnór Sverrisson 8/5 fráköst/8 stoðsendingar, Þorgeir Freyr Gíslason 5/5 fráköst, Kristinn Ólafsson 1, Arnór Ingi Ingvason 1.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

Breiðablik: Halldór Halldórsson 17/10 fráköst, Christopher Woods 14/9 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 12, Snorri Vignisson 11/4 fráköst, Jeremy Herbert Smith 10/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 9/5 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 9, Árni Elmar Hrafnsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 3.

Fráköst: 31 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Friðrik Árnason.

Fjölnir - Vestri 62:72

Dalhús, 1. deild karla, 19. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 3:7, 5:9, 8:16, 8:20, 14:22, 21:23, 29:29, 29:34, 37:38, 48:43, 50:46, 52:53, 52:59, 55:61, 60:65, 62:72.

Fjölnir: Samuel Prescott Jr. 28/5 fráköst, Daníel Freyr Friðriksson 11, Alexander Þór Hafþórsson 7, Brynjar Birgisson 5, Rafn Kristján Kristjánsson 4/5 fráköst, Andrés Kristleifsson 3/5 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 2, Davíð Alexander H. Magnússon 2.

Fráköst: 18 í vörn, 8 í sókn.

Vestri: Nebojsa Knezevic 23/13 fráköst/5 stoðsendingar, Nökkvi Harðarson 12/8 fráköst, Ágúst Angantýsson 11/5 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 10, Hinrik Guðbjartsson 6, Björn Ásgeir Ásgeirsson 6, Adam Smari Olafsson 4.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert