LeBron maður stjörnuleiksins

LeBron James fagnar.
LeBron James fagnar. AFP

Lið Austurdeildarinnar, kennt við LeBron James, hafði betur gegn liði Vesturdeildarinnar, kenndu við Stephen Curry, í árlegum stjörnuleik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Lið LeBron James hafði betur, 148:145. James skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og var í leikslok valinn besti maður stjörnuleiksins og það í þriðja sinn á sínum ferli en hann varð einnig fyrir valinu 2006 og 2008. Kevin Durant skoraði 19 stig og Paul George 16 en hjá liði Stephen Curry voru þeir DeMar DeRozan og Damian Lillard með 21 stig hvor.

mbl.is