Möguleikar Skallagríms jukust

Carmen Tyson-Thomas átti stórleik.
Carmen Tyson-Thomas átti stórleik. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Möguleikar Skallagríms á að komast í úrslitakeppnina í Dominos-deild kvenna í körfubolta jukust til muna með 73:64-sigri á Stjörnunni á útivelli í kvöld. Skallagrímur er nú með 18 stig, fjórum stigum minna en Stjarnan, sem er í fjórða sæti. 

Carmen Tyson-Thomas átti stórleik hjá Skallagrími og skoraði 35 stig og tók 16 fráköst. Danielle Rodriguez skoraði 29 stig og tók 9 fráköst fyrir Stjörnuna. Leikurinn var mjög jafn, að undanskildum öðrum leikhluta, sem Skallagrímur vann 17:9 og náði Stjarnan aldrei að vinna þann mun upp. 

Njarðvík var nærri sínum fyrsta sigri í deildinni, en varð að lokum að sætta sig við 70:66-tap gegn Breiðabliki á heimavelli. Njarðvík var með 59:46-forystu fyrir síðasta leikhlutann en Breiðablik var með yfirburði í 4. leikhluta og tryggði sér að lokum sigur. 

Whitney Knight skoraði 22 stig og tók 15 fráköst fyrir Breiðablik og Shalonda Winton skoraði 35 stig og tók 20 fráköst fyrir Njarðvík. 

Njarðvík - Breiðablik 66:70

Njarðvík, Úrvalsdeild kvenna, 21. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 5:3, 9:7, 16:9, 21:9, 26:11, 28:17, 31:29, 37:32, 40:32, 48:34, 54:42, 57:46, 59:56, 61:63, 61:66, 66:70.

Njarðvík: Shalonda R. Winton 35/20 fráköst/7 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 10, Björk Gunnarsdótir 9/4 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 4/6 fráköst, María Jónsdóttir 4/14 fráköst, Hrund Skúladóttir 4/8 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 39 í vörn, 14 í sókn.

Breiðablik: Whitney Kiera Knight 22/15 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 18/10 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Telma Lind Ásgeirsdóttir 11, Auður Íris Ólafsdóttir 7/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 5, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Sigurbaldur Frimannsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 56

Stjarnan - Skallagrímur 64:73

Ásgarður, Úrvalsdeild kvenna, 21. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 7:4, 9:6, 15:8, 21:19, 21:23, 23:30, 28:30, 30:36, 35:41, 39:48, 47:52, 50:56, 54:62, 57:64, 61:66, 64:73.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/9 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 11, Jenný Harðardóttir 6/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 6/5 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 3, Valdís Ósk Óladóttir 3, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 2, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 2, Linda Marín Kristjánsdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 6 í sókn.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 35/16 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/10 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 13/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/7 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 4, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 21 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Aron Runarsson.

Áhorfendur: 81

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert