„Ungir leikmenn eiga að líta upp til Loga“

Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson.
Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson ætlar að láta gott heita með landsliðinu í körfuknattleik eftir leikina tvo í undankeppni HM sem framundan eru gegn Finnum og Tékkum á föstudag og sunnudag.

„Ýmsir þættir spila inn í þegar maður hefur verið lengi í þessu. Sumarfríin voru yfirleitt ónýt hvað fjölskylduna varðar því þá var ég mikið frá vegna landsliðsverkefna. Nú er það reyndar aðeins breytt. Ég byrjaði 17 eða 18 ára gamall í landsliðinu og hef gefið kost á mér allan minn feril. Ég fór út í atvinnumennsku í áratug og var þá alltaf í landsliðinu samhliða. Landsleikjaferillinn hefur haldist í hendur við félagsliðaferilinn.

Mig langaði til að hætta þegar ég er ennþá í formi til að vera með og vitandi að maður sé enn í þessum gæðaflokki. Ég byrjaði til dæmis inn á í leiknum við Tékka ytra fyrir áramót. Ég vil geta gengið frá borði á meðan ég er í góðu standi, og vil að fólk muni eftir mér þannig, en ekki vegna þess að ég hafi meiðst eða sé farinn að gefa eftir,“ sagði Logi þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær.

„Heiður að spila með Loga“

Jón Arnór Stefánsson hefur lengi spilað með Loga í landsliðinu en Logi er fæddur 1981 og Jón 1982. Jón segir Loga vera frábæra fyrirmynd fyrir unga leikmenn sem eru að hasla sér völl í A-landsliðinu.

„Við förum í þessa leiki til að vinna. Það væri það besta að geta kvatt Loga með sigri. Það væri æðislegt. Hann er náttúrlega búinn að gefa allt í þetta. Við höfum nokkrir rætt um það að undanförnu að þetta sé okkar landslið, þ.e.a.s okkar kynslóð hefur byggt landsliðið upp síðustu ár þótt við höfum auðvitað átt góða landsliðsmenn á árum áður. Menn hafa fórnað ýmsu en enginn eins miklu og Logi held ég. Logi er mikil fyrirmynd og maður sem ungir menn sem eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu eiga að horfa upp til.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert