„Búið og gert“

Kristófer Acox
Kristófer Acox mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framherjinn Kristófer Acox telur Ísland eiga ágæta möguleika á því að leggja Finnland að velli í Laugardalshöllinni í undankeppni HM karla í körfuknattleik í kvöld en liðin áttust við í mjög jöfnum leik sem Finnar unnu naumlega á EM í Helsinki í september. 

„Mér fannst við eiga skilið að vinna þá síðast. Okkur langar mjög mikið að vinna þennan og það verður gaman að sjá hvernig þetta fer,“ sagði Kristófer sem fær æ stærra hlutverk í landsliðinu enda drjúgur í fráköstunum. 

Kristófer Acox í leiknum á móti Búlgaríu.
Kristófer Acox í leiknum á móti Búlgaríu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fyrsti leikurinn í keppninni á móti Tékkum ytra var erfiður fyrir okkur. Það var hins vegar mjög slæmt að missa niður forskot gegn Búlgaríu hérna heima og tapa. Við vorum yfir nánast allan leikinn en klúðruðum í restina. Það er búið og gert og núna verður við að reyna að ná tveimur sigrum hérna heima í staðinn,“ sagði Kristófer þegar mbl.is tók hann tali. 

Viðureign liðanna hefst klukkan 19.45 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert